Ég fékk nýtt gifs á föstudaginn. Gamla gifsið var brotið við tábergið þannig að það klemmdi mig þegar ég gekk um. Núna er frúin komin með jólagifs. Fjólublátt með glimmer og stjörnum. Dömurnar á göngudeildinni voru í svo miklu jólaskapi á föstudaginn að þær skreyttu með glimmeri og borðskrauti fyrir þá sem vildu. Að sjálfsögðu segir maður ekki nei við slíku djásni. Ég fékk meira að segja að fara með fótinn í jólabað, með olíu og allt. Ég er svo ánægð með nýja “lúkkið”. Áður en gifsið var tekið hafði ég á tilfinningunni að fóturinn væri kominn í samt lag undir gifsinu. Það eina sem angraði mig var klemman við tábergið. Þegar gifsið var tekið af varð ég frekar undrandi. Ökklinn er enn tvöfaldur og það er ekkert gott að hreyfa sig þegar gifsið er ekki á. Ég hefði getað svarið að mér væri batnað!
Annars er ég búin að vera ansi mikið á ferðinni síðustu daga. Orðin nokkuð góð í að ganga og farin að sleppa hækjunum að mestu innanhúss. Ég hleyp að sjálfsögðu ekki um eins og kálfur en næstum því. Ég fór á jólaskemmtun hjá stelpunum og svo í jólamatinn með samstarfsfólki mínu á fimmtudaginn síðasta. Við fjölskyldan tókum svo jólaverslunina með trukki á föstudaginn – Kringlan, Smáralindin og Laugavegurinn voru heimsótt. Guð hvað maður fer í fúlt skap í verslunarmiðstöðvum. Það drepur alveg niður jólaskapið. Hins vegar bætti Laugavegurinn úr því öllu og ég komst aftur í gírinn. Við enduðum jólainnkaupin á því að fara á Hornið og borða. Það var svo kósí.
Stærsti jólasigurinn til þessa er að það hafðist loksins að koma öllum jólakortunum í póst fyrir jólin. Þau fóru að vísu ekki fyrr en á fimmtudaginn þannig að þau ná ekki á alla áfangastaði fyrir aðfangadag. Vonandi fyrirgefa vinir okkar í útlöndum seinaganginn. Ég áttaði mig allt í einu á því að jólakortin eru mesti stressvaldurinn hjá mér fyrir jólahátíðina. Ég ætla alltaf að senda myndir en þegar ég kem mér að verki er ég orðin of sein að láta prenta eða það eru ekki til nógu góðar myndir o.s.frv. Ég er með verkkvíða frá október og fram að jólum. Nokkuð magnað að maður noti tímann til að kvíða fyrir í stað þess að framkvæma. Ég er sem sagt komin með verkefni fyrir næstu jól – beisla kvíðann og breyta honum í framkvæmdarorku!
Stelpurnar eru í miklu jólaskapi þessa dagana. Þær syngja jólasyrpur daginn út og inn. Það var frábært að fylgjast með þeim skreyta jólatréð í gær. Þær voru svo hamingjusamar. Jólasveinarnir hafa verið þeim góðir í ár enda hafa þær verið mjög þægar. Ég var meira að segja svo þæg að Kertasnýkir gaf mér í skóinn. Ég fékk nýja "Take that" diskinn. Gott að jólasveinninn hefur tekið eftir óbilandi áhuga mínum á strákaböndum. Gleðileg jól!
mánudagur, 24. desember 2007
fimmtudagur, 13. desember 2007
Aukahlutir - ætli þeir séu frá Byko?
Svona lítur ökklinn á mér út á röntgenmynd. Þarna eru tvær skrúfur og einn kengur. Ég steingleymdi að spyrja að því hvort og þá hvenær aukahlutirnir verði fjarlægir úr fætinum. Verð að muna eftir því í janúar þegar ég fer aftur í skoðun.
Ég var að hugsa um vinnuna í dag. Ég veit hreinlega ekki hvernig það verður að fara aftur að vinna eftir að hafa hangið svona lengi og gert ekkert. Maður verður alveg óvirkur og heiladauður. Ég sef fram að hádegi og vaki fram eftir á kvöldin. Það er ekki nóg með að ég sé búin að snúa sólarhringnum við heldur er ég líka orðinn sjónvarpssjúklingur sem lítur út eins og vampýra. Í gær horfði ég á heila seríu af Cold feet og í dag horfði ég á seríu af Sex and the city, 6 þætti af Friends og alla auglýsta sjónvarpsdagskrá frá kvöldfréttum. Það er enn kveikt á sjónvarpinu. Ég er hreinlega búin að gleyma því hvað ég gæti verið að gera annað. Er reyndar með þrjár bækur á náttborðinu. Þær les ég fyrir svefninn.
Framundan er jólaundirbúningurinn. Mér finnst undarlegt að jólin séu rétt handan við hornið. Við erum ekki búin að gera mikið til að undirbúa þau hér á Linnetz. Það er því eins gott að pakka aðgerðaleysinu niður í kassa og spýta í lófana. Helgin verður vonandi nýtt vel. Mest hlökkum við Sveinn til að kaupa jólatréð. Það er svo mikil stemning að kaupa jólatré hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, fá heitt kakó og kjafta úti í skógi. Ég ætla að reyna að búa til piparkökudeig á morgun svo að við getum bakað um helgina. Svo eru það allar jólagjafirnar... hvað skal gera í þeim málum?
Ég var að hugsa um vinnuna í dag. Ég veit hreinlega ekki hvernig það verður að fara aftur að vinna eftir að hafa hangið svona lengi og gert ekkert. Maður verður alveg óvirkur og heiladauður. Ég sef fram að hádegi og vaki fram eftir á kvöldin. Það er ekki nóg með að ég sé búin að snúa sólarhringnum við heldur er ég líka orðinn sjónvarpssjúklingur sem lítur út eins og vampýra. Í gær horfði ég á heila seríu af Cold feet og í dag horfði ég á seríu af Sex and the city, 6 þætti af Friends og alla auglýsta sjónvarpsdagskrá frá kvöldfréttum. Það er enn kveikt á sjónvarpinu. Ég er hreinlega búin að gleyma því hvað ég gæti verið að gera annað. Er reyndar með þrjár bækur á náttborðinu. Þær les ég fyrir svefninn.
Framundan er jólaundirbúningurinn. Mér finnst undarlegt að jólin séu rétt handan við hornið. Við erum ekki búin að gera mikið til að undirbúa þau hér á Linnetz. Það er því eins gott að pakka aðgerðaleysinu niður í kassa og spýta í lófana. Helgin verður vonandi nýtt vel. Mest hlökkum við Sveinn til að kaupa jólatréð. Það er svo mikil stemning að kaupa jólatré hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, fá heitt kakó og kjafta úti í skógi. Ég ætla að reyna að búa til piparkökudeig á morgun svo að við getum bakað um helgina. Svo eru það allar jólagjafirnar... hvað skal gera í þeim málum?
miðvikudagur, 12. desember 2007
Nýja gifsið hennar Stínu fínu
Já, í morgun fór ég í endurmat á endurkomudeild bráðamóttökunnar. Saumarnir voru teknir úr ökklanum og í staðinn fyrir spelku fékk ég heilt gifs frá hnéi og niður - sem er reyndar úr plasti svo það er ekki gifs. Hjúkrunarkonunni, henni Ingu, leist mjög vel á saumana, fannst handbragðið fallegt, og sagði: "sá hefur verið að vanda sig, hann hefur greinilega ætlað að passa uppá að þú kæmist aftur í háu hælana". Kannski að það hafi verið mín síðasta ósk eftir að ég fékk kæruleysissprautuna - ég man það bara ekki, man reyndar ekki neitt eftir að ég fékk þá sprautu.
Eftir að gifsið var tilbúið var mér rúllað inn á röntgendeild þar sem ég fékk að leika módel. Mér er búið að vera svo illt í ristinni eftir að ég datt á heilsugæslustöðinni í síðustu viku og óttaðist að ég hefði skemmt eitthvað. Niðurstaðan var hins vegar mjög góð. Ekkert var brotið eða skemmt en ekki útilokað að ég hafi tognað á ristinni. Fyrst allt leit svona vel út fékk ég skó undir gifsið og má núna tylla niður fæti. Þvílíkur léttir!
Ég var svo hress eftir heimsókn mína á bráðamóttökuna að ég bað Svein um að fara með mig á Búlluna í hádegismat. Ég heimtaði meira að segja að fá að sitja þar inni og borða (sem ég vil helst aldrei gera vegna ólyktar) því ég vildi eiga sönnun um að ég hefði gert eitthvað annað en að hanga í sófanum.
Eftir að gifsið var tilbúið var mér rúllað inn á röntgendeild þar sem ég fékk að leika módel. Mér er búið að vera svo illt í ristinni eftir að ég datt á heilsugæslustöðinni í síðustu viku og óttaðist að ég hefði skemmt eitthvað. Niðurstaðan var hins vegar mjög góð. Ekkert var brotið eða skemmt en ekki útilokað að ég hafi tognað á ristinni. Fyrst allt leit svona vel út fékk ég skó undir gifsið og má núna tylla niður fæti. Þvílíkur léttir!
Ég var svo hress eftir heimsókn mína á bráðamóttökuna að ég bað Svein um að fara með mig á Búlluna í hádegismat. Ég heimtaði meira að segja að fá að sitja þar inni og borða (sem ég vil helst aldrei gera vegna ólyktar) því ég vildi eiga sönnun um að ég hefði gert eitthvað annað en að hanga í sófanum.
þriðjudagur, 11. desember 2007
Jólasveinarnir eru frábærir
Það er dásamlegt að upplifa gleðina sem fylgir jólunum í gegnum börnin sín. Í dag bökuðu dætur mínar smákökur, tóku til í herberginu sínu og sungu jólalög hástöfum. Allt þetta var gert til að undirbúa komu jólasveinanna. Þeir verða að fá kökur og mega ekki sjá drasl samkvæmt heimildamanni þeirra. Ég þekki ekki heimildamanninn en er honum þakklát því léttirinn er mikill þegar þær taka til án þess að við foreldrarnir biðjum þær um það.
sunnudagur, 9. desember 2007
Félagslíf og vídeó
Það var nóg að gera um helgina:
Laugardagur
Ég fór á sýnigu hjá nemendum í mótun í Myndlistaskólanum í Reykjavík með Önnu vinkonu minni. Sigrún vinkona okkar er í náminu. Hún átti þrjár frábærar skálar á sýningunni. Hún er svo flink.
Við Anna fórum svo á kaffihús. Það var svo gaman að sjá fullt af fólki og góð tilbreyting frá því að hanga heima einn alla daga. Það rifjaðist upp fyrir mér það sem ég fer á mis við þessi jólin - að rölta laugarann og fara á kaffihús og upplifa jólastemninguna í bænum.
Á laugardagskvöldið var svo komið að okkur á Linnetz að halda matarboð fyrir vinkonur mínar - Soffíu, Helgu og Eygló - og mennina þeirra. Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf þegar við hittumst. Hlakka til þegar við finnum töskuna með dansskónum á ný.
Sunnudagur
Höfuðverkur og mikið vídeó. Horfði á tvær bíómyndir, þrjá þætti af Cold feet og svo að sjálfsögðu danska framhaldsþáttinn á Rúv. Getur einhver toppað þetta?
Laugardagur
Ég fór á sýnigu hjá nemendum í mótun í Myndlistaskólanum í Reykjavík með Önnu vinkonu minni. Sigrún vinkona okkar er í náminu. Hún átti þrjár frábærar skálar á sýningunni. Hún er svo flink.
Við Anna fórum svo á kaffihús. Það var svo gaman að sjá fullt af fólki og góð tilbreyting frá því að hanga heima einn alla daga. Það rifjaðist upp fyrir mér það sem ég fer á mis við þessi jólin - að rölta laugarann og fara á kaffihús og upplifa jólastemninguna í bænum.
Á laugardagskvöldið var svo komið að okkur á Linnetz að halda matarboð fyrir vinkonur mínar - Soffíu, Helgu og Eygló - og mennina þeirra. Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf þegar við hittumst. Hlakka til þegar við finnum töskuna með dansskónum á ný.
Sunnudagur
Höfuðverkur og mikið vídeó. Horfði á tvær bíómyndir, þrjá þætti af Cold feet og svo að sjálfsögðu danska framhaldsþáttinn á Rúv. Getur einhver toppað þetta?
![]() | ![]() | ![]() |
fimmtudagur, 6. desember 2007
Systurnar tala við kindur 2005
Jahá, mín bara búin að prófa þetta fræga Flickr. Valdi þessa sætu mynd af Systrunum Sveins svona til að prufukeyra prógrammið. Veit ekki hvort þetta er lausnin á mínum myndamálum en ég get allavega valið fleiri möguleika en í blogger. Það er líka hægt að hafa tengingu beint inn á myndasafnið sitt en ég er ekki búin að finna út hvernig ég flokka myndirnar þar. Svo kann ég líka að búa til borða sem minnir á flísar. Sá einhver annar en Harpa Guðfinns þá snilld hjá mér í gær?
Svava Rán ég er nú þegar komin með nokkrar lausnir sem þú getur nýtt þér þegar þú birtir myndir. Sýni þér og segi frá þegar þú kemur heim um jólin.
miðvikudagur, 5. desember 2007
Vinkonur
Piparkökumálun
Manchester 19. nóvember 2007
Dýrleif Birna kom heim úr skólanum rétt fyrir hádegi með hita og hálsbólgu. Henni fannst mamma sín ekkert sérlega góður félagsskapur þar sem þjónustustigið var neikvætt - hún varð að þjóna mér en ekki öfugt. Klukkan 5 fórum við svo í Sjálandsskóla að mála piparkökur. Það var mjög skemmtilegt. Stemningin var góð, róleg tónlist og allir virtust njóta samverunnar. Einn ungur herramaður sem ég kenni málaði handa mér piparköku og færði mér og annar kom færandi hendi með kaffibolla. Upprennandi kvennagull þar.
Myndin hér að ofan er tekin í Manchester í lok nóvember. Ákvað að prófa að birta mynd - maður verður nú að fínpússa lúkkið á síðunni ásamt því að prófa alla möguleika sem í boði eru. Ég var búin að gleyma þessum frábæru mósaíklistaverkum.
þriðjudagur, 4. desember 2007
Dagur í lífi fótbrotinnar konu
Ég held svei mér þá að ég sé að breytast í tölvunörd. Ég sit með tölvuna í kjöltunni allan daginn. Ég er búin að leysa tvö tölvuvandamál af eigin rammleik og með smá aðstoð frá google. Hvað gerðum við mannfólkið eiginlega áður en netið kom til sögunnar? Ég er bæði komin með blogg og facebook síðu - er farin að spá í skype, msn, og heimasíðugerð. Hef nægan tíma til að læra nýja hluti þessa dagana.
Hápunktur dagsins var þegar Ólöf vinkona mín kom í heimsókn. Það var alveg frábært. Það er svo gaman að hitta fólk.
Hápunktur dagsins var þegar Ólöf vinkona mín kom í heimsókn. Það var alveg frábært. Það er svo gaman að hitta fólk.
mánudagur, 3. desember 2007
Útlitið komið
Þá er búið að fínpússa útlitið á bloggsíðunni. Ég var í svolitlum vandræðum með klukkuna en ég náði að leysa úr þeim. Þarf greinilega að læra meira um HTML mál til að verða fær í flestan sjó.
Fyrsta bloggið
Jæja, núna þegar ég sit heima fótbrotin er góður tími til að æfa sig í blogginu fyrir förina til Bandaríkjanna.







