miðvikudagur, 5. desember 2007

Vinkonur

Jæja, þá er að athuga hvernig þetta virkar. Ég er að fikta við aðrar útfærslur af myndbirtingum þar sem blogger er frekar takmarkaður í uppsetningu mynda. Hef verið á googlinu til að reyna að finna út úr þessu. Einhverjir nördar bjuggu til HTML fyrir töflu þar sem hægt er að skrifa eða setja myndir. Næst er að prófa að bæta við einhverjum nýjungum. Kannski næ ég að bæta þeim við hér að neðan. Á myndinni til vinstri er Svava Rán og til hægri eru vinkonur mínar í Manchester þær Diana og Lou.
Það var óvænt ánægja að rekast á Svövu Rán á flugvellinum í Manchester þegar við hjónakornin mættum þangað í nóvember. Mamma hennar og pabbi voru í heimsókn á sama tíma þannig að það að samveran var stutt að þessu sinni. Það verður frábært að hitta hana og Hönnu í janúar. Hvernig er það með þig Harpa, verður þú heima líka?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir. En vá, allt í einu fannst mér þú svo lík mömmu þinni. Hef aldrei tekið eftir því áður, ertu að breytast??

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég er víst dóttir hennar þannig að þetta getur víst gerst. Annars finnst mér ég hafa skipst á að líkjast foreldrum mínum í gegnum ævina.