miðvikudagur, 5. desember 2007

Piparkökumálun


Manchester 19. nóvember 2007

Dýrleif Birna kom heim úr skólanum rétt fyrir hádegi með hita og hálsbólgu. Henni fannst mamma sín ekkert sérlega góður félagsskapur þar sem þjónustustigið var neikvætt - hún varð að þjóna mér en ekki öfugt. Klukkan 5 fórum við svo í Sjálandsskóla að mála piparkökur. Það var mjög skemmtilegt. Stemningin var góð, róleg tónlist og allir virtust njóta samverunnar. Einn ungur herramaður sem ég kenni málaði handa mér piparköku og færði mér og annar kom færandi hendi með kaffibolla. Upprennandi kvennagull þar.

Myndin hér að ofan er tekin í Manchester í lok nóvember. Ákvað að prófa að birta mynd - maður verður nú að fínpússa lúkkið á síðunni ásamt því að prófa alla möguleika sem í boði eru. Ég var búin að gleyma þessum frábæru mósaíklistaverkum.

Engin ummæli: