þriðjudagur, 4. desember 2007

Dagur í lífi fótbrotinnar konu

Ég held svei mér þá að ég sé að breytast í tölvunörd. Ég sit með tölvuna í kjöltunni allan daginn. Ég er búin að leysa tvö tölvuvandamál af eigin rammleik og með smá aðstoð frá google. Hvað gerðum við mannfólkið eiginlega áður en netið kom til sögunnar? Ég er bæði komin með blogg og facebook síðu - er farin að spá í skype, msn, og heimasíðugerð. Hef nægan tíma til að læra nýja hluti þessa dagana.

Hápunktur dagsins var þegar Ólöf vinkona mín kom í heimsókn. Það var alveg frábært. Það er svo gaman að hitta fólk.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar - ég sé að þér fer fram.. búin að íslenska nánast allt..
Hafðu það sem allra best.
Kveðja frá okkur í fjörunni.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ólöf mín, það er ekki nóg með að ég sé búin að íslenska allt sem hægt er (ég kemst ekki inn í "view my complete profile" borðann). Ég er búin að leyfa smámunaseminni að láta ljós sitt skína í dag og náði að færa klukkuna lengra til hægri. Hún var yst á skjánum vinstra megin. Það sem tæknifatlaðir geta ekki dundað sér við þegar þeir hafa tíma...

Hanna sagði...

Jamen altså - nu er jeg helt betaget! Ville aldrig have troet at min kære veninde ville starte sin helt egen blogside - men kærligst tillykke med den!!

Kæmpekrammer
Bløbbz

Nafnlaus sagði...

Frábært framtak og ég mun kíkja við oft á dag. Verst bara að geta ekki kíkt á Linnetstíginn sjálfan.
Hvað kom annars fyrir þig og hvað er þetta með Bandaríkin?

Ástarkveðja
Harpa Guðfinns og co í UK