þriðjudagur, 11. desember 2007

Jólasveinarnir eru frábærir

Það er dásamlegt að upplifa gleðina sem fylgir jólunum í gegnum börnin sín. Í dag bökuðu dætur mínar smákökur, tóku til í herberginu sínu og sungu jólalög hástöfum. Allt þetta var gert til að undirbúa komu jólasveinanna. Þeir verða að fá kökur og mega ekki sjá drasl samkvæmt heimildamanni þeirra. Ég þekki ekki heimildamanninn en er honum þakklát því léttirinn er mikill þegar þær taka til án þess að við foreldrarnir biðjum þær um það.

Engin ummæli: