sunnudagur, 9. desember 2007

Félagslíf og vídeó

Það var nóg að gera um helgina:
Laugardagur
Ég fór á sýnigu hjá nemendum í mótun í Myndlistaskólanum í Reykjavík með Önnu vinkonu minni. Sigrún vinkona okkar er í náminu. Hún átti þrjár frábærar skálar á sýningunni. Hún er svo flink.
Við Anna fórum svo á kaffihús. Það var svo gaman að sjá fullt af fólki og góð tilbreyting frá því að hanga heima einn alla daga. Það rifjaðist upp fyrir mér það sem ég fer á mis við þessi jólin - að rölta laugarann og fara á kaffihús og upplifa jólastemninguna í bænum.
Á laugardagskvöldið var svo komið að okkur á Linnetz að halda matarboð fyrir vinkonur mínar - Soffíu, Helgu og Eygló - og mennina þeirra. Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf þegar við hittumst. Hlakka til þegar við finnum töskuna með dansskónum á ný.

Sunnudagur
Höfuðverkur og mikið vídeó. Horfði á tvær bíómyndir, þrjá þætti af Cold feet og svo að sjálfsögðu danska framhaldsþáttinn á Rúv. Getur einhver toppað þetta?

2 ummæli:

Hanna sagði...

juminn eini hvað þú ert dugleg stelpa...

murta sagði...

Já, ég væri alveg til í smá leiðbeiningar, alltaf gaman þegar síðan er flott, ég hef ekki tíma né þolinmæði í það, vantar í mig fullkomnunarsinnann, hef ekki erft þann (ó)sið frá mömmuugmcfx...