föstudagur, 12. júní 2009

Jæja, þá er kominn föstudagur og bara vika eftir af skólanum hjá stelpunum. Ég er búin að þeysast á milli skóla og heimilis síðustu þrjár vikur og hlakka því mikið til þegar törninni lýkur. Það eru vettvangsferðir, uppskeruhátíðir, íspartý, leiksýningar, þátttaka í stöðvavinnu, international dinner, picnic í ensku fyrir útlendinga og margt fleira. Ég hef því þurft að vera í skólanum oft á dag suma daga og allan daginn aðra. Til að toppa törnina vildi Þórkatla ólm halda uppá afmælið sitt áður en skólanum lýkur þannig að í gærkvöldi héldum við 16 barna partý. Þegar ég var að kenna fannst mér allt of mikil dagskrá í skólakerfinu í aðdraganda jólanna en ég tek íslenska jólamánuðinn í nefið eftir þessa reynslu.

Annars þá er fullt að frétta af okkur. Anna, Grétar og Daníel Logi hafa verið í heimsókn hjá okkur síðan í lok maí en þau fara heim 16. júní. Við flytjum úr húsinu okkar 22. júní en erum ekki komin með húsnæði í Washington DC ennþá. Við ætlum því að setja búslóðina í geymslu í tvo mánuði. Planið er að fara á eftir búslóðinni til DC og gefa sér viku í að finna hús. Að því loknu ætlum við að ferðast aðeins og svo er stefnan tekin á Ísland þann 9. júlí. Þar ætlum við að vera til 20. ágúst. Vonandi getum við tekið upp úr kössum fyrir mánaðamótin ágúst/september. Ef ekki þá verður þetta bara ævintýri. Ég veit hins vegar ekki hvort ég verð í stuði fyrir ævintýri á þeim tímapunkti því það er ekki hægt að skrá stelpurnar í skóla ef við erum ekki með húsnæði.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Þetta verður spennandi hjá ykkur. Og við sjáumst vonandi í sumar. Ég ætla samt ekki að láta þig lofa neinu þar sem ég sjálf var einstaklega löt að hitta fólk þegar ég bjó úti og kom til Íslands. Sýnist á öllu að ég hafi ekkert skánað þó ég sé flutt hingað ;-.
En þú veist hvar ég bý. Við flytjum vonandi um næstu helgi.

Luv
H