laugardagur, 23. maí 2009

Það lítur út fyrir að ég þekki hvorki heimavinnandi húsmæður né tölvusnillinga. Ég hef því tekið á það ráð að blogga bara á þessa síðu eins og hún kemur fyrir. Flott fyrir Mac en ekki PC. Veit ekki hvernig ég leysi það vandamál öðruvísi en að biðja fjölskyldu og vini sem eiga PC um að kaupa sér nýja tölvu svo bloggið mitt verði fallegt hjá þeim líka.

2 ummæli:

Hanna sagði...

Hæ og hó
vissi ekki að þú værir komin í gang á ný!! En mikið gaman að sjá og lesa.

Hva... er svona mikill frítími í USA að maður getur verið að slæpast í bloggpúsningu allan daginn?

Risaknús til ykkar allra
Hanna

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Já Hanna mín það er ekkert nema frítími hér í USA - það var allavega þannig hérna einu sinni. Síðustu þrjár vikur og næstu tvær er ég upptekin nánast alla daga við ýmis störf sem falla í hendur foreldra í skólanum hjá stelpunum. Ég er að reyna að myndast við að blogga en er afar löt. Vildi að ég væri svona dugleg eins og Svava Rán.