mánudagur, 15. júní 2009

Það kom loksins að því í gær að við fjölskyldan drifum okkur í Empire State bygginguna. Við notuðum tækifærið og fórum í túrista leik með Önnu, Grétari og Daníel Loga. Það er alveg frábært að sjá yfir alla borgina. Krakkarnir voru þó komnir með nóg þegar búið var að fara einn útsýnishring. Þá var kominn tími á eitthvað nýtt. Við ætluðum að taka svona túrista rútu í kringum borgina en ákváðum að fara frekar í tívolíið í Central Park. Það fannst grísunum toppurinn á tilverunni.

Engin ummæli: