fimmtudagur, 25. júní 2009

Þá erum við formlega orðin heimilislaus. Búslóðin er komin í geymslu með smá fórnarkostnaði. Þrjár tær á vinsta fæti eru verulega bólgna eftir trilluslys - ég er svona fallega fjólublá á þeim líka. Ég er samt farin að geta stigið í fótinn aftur sem eru miklar framfarir frá því í gær.

Við erum á hóteli í bæ sem heitir Fairfax í Virgina. Við erum að leita okkur að húsnæði í hverfum sem liggja við DC. Við erum búin að skoða þrjár íbúðir. Okkur leist sérlega vel á eina þeirra. Þar var parket á allri íbúðinni sem er afar sjaldgæft hér um slóðir. Oftast er teppi talið upp sem sérlegur kostur þegar íbúðum er lýst. Það finnst okkur hins vegar ekki. Þessar í búðir eru samt allar mjög litlar en það er ekkert annað í boði þegar maður er námsmaður.

Á milli þess sem við krúsum netið, hringjum út af húsnæði og skoðum íbúðir - reynum við að njóta lífsins á sundlaugarbakkanum hér á hótelinu. Stelpurnar eru í himnaríki. Sund og Disney channel til skiptis allan daginn. Lífið verður ekki mikið betra í 30 stiga hita.

1 ummæli:

murta sagði...

Ég er til í allskonar samstarf, og er reyndar nokk viss um að ef að það er einhver sem getur gefið mér góð ráð þá ert það þú! Þú tæklaðir þetta hér um árið og sigraðir.