sunnudagur, 28. júní 2009

Linnetzgengið á orðið heimili á ný. Reyndar ekki fyrr en 15. ágúst og við komum ekki til USA fyrr en þann 20. þannig að við erum í góðum málum. Nýja húsið er raðhús, reyndar ekki með bílskúr, en húsið sjálft er rúmbetra en gamla húsið okkar. Við erum með lokaðan garð sem er hellulagður, kjallara og tvær hæðir. Nóg pláss fyrir fólk til að koma að heimsækja okkur. Loksins getum við tekið uppúr bókakössum því það eru innbyggðar bókahillur á tveimur veggjum í húsinu. Nýi bærinn okkar heitir Falls Church og er í Virgina hluta DC. Skólinn er á bak við húsin sem eru á móti okkur í götunni þannig að það er stutt að fara. Við vorum að skoða blokkaríbúðir sem voru betur staðsettar gagnvart metró þar sem íbúarnir deildu saman sundlaug en um leið og stelpurnar sáu þetta hús þá var ekki aftur snúið. Þær voru eins og ristpuð plata "Þetta er húsið mamma!" Hverjir ætla að koma í heimsókn? Heimilisfangið er 3320 Ardley Court, Falls Church, Virgina (man ekki póstnúmerið).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ.
Mikið er gaman að heyra af ævintýrum ykkar, ekki laust við smá öfund hér.
Frábært að þið skilduð geta fest ykkur hús fyrir skólagöngu stelpnana og ekki kemur að sök að það skuli vera stórt og flott hús eins og mér skilst að það sér. Hlakka til að hitta þig Kristín mín þegar þú kemur heim. Reyndi að hringja í þig á Skipe en tókst ekki. Kveðja Anna