mánudagur, 29. júní 2009

Jæja, loksins er ég búin að laga bloggið mitt. Ég hef getað hunsað útlit þess síðustu mánuði þar sem það leit alltaf svo vel út í tölvunni minni og auðvitað skoðaði ég bloggið alltaf í henni. Núna er tölvan í geymslu og ég hef eingöngu aðgang að PC tölvu. Vandamálið varð að þeim sökum ekki flúið lengur - ég er svo mikil umbúðamanneskja. Það var annað hvort að laga þessa galla eða skipta um útlit á blogginu. Ég eyddi miklum tíma í að leita að nýju útliti en fann ekkert sem ég vildi í staðinn og neyddist af þeim sökum til að hella mér í boggviðgerðir.

Ég hef haft mikinn tíma fyrir þráhyggju af þessu tagi síðan ég kom í sveitina til Sigtryggs og Línu í fyrradag. Ég settist því niður og lagaði litlu gallana. Þegar ég var búin að laga þetta á tölvunni hjá mér fór ég í tölvuna hans Sveins en þar vantaði neðan á stafina í titlinum. Þetta varð því löng leit í gegnum html málið þar sem ég varð að fjarlægja einn hlut í einu og athuga hvað myndi gerast. En viti menn, þetta tókst! Kannski er ég á leiðinni í vitlaust nám, ætti ég að gerast html-ari?

Ef það vantar á titil síðunnar hjá einhverjum, og myndin efst á síðunni er 10-15 cm fyrir neðan titilinn - vinsamlegast látið mig vita.

2 ummæli:

murta sagði...

Þetta er allt annað líf!

Nafnlaus sagði...

Flott að þetta gekk allt upp hjá ykkur ;) Glæsileg síða og ég sé allt á henni. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim. Kíktu á póstinn.

Kveðja Solla.