föstudagur, 9. júlí 2010

Ég hefði ekki trúað því að ég gæti orðið leið á hita. Nú er svo komið að ég hangi inni alla daga til að geta dregið andann. Það er alltof heitt og þungt loft úti til að hægt sé að vera þar. Dætur mínar hanga inni allan daginn af sömu ástæðu og eru við það að gera mig gráhærða því þeim finnst þær ekkert hafa að gera nema þær fái að horfa á sjónvarpið allan daginn í hitanum. Ég geri mitt besta til að gera líf þeirra óbærilegt. Læt þær leysa stærðfræði verkefni, lesa bækur upphátt á íslensku (sem ég hef því miður vanrækt) og svo læt ég þær blogga á íslensku í ofanálag. Þetta leggst mis vel í þær en þær, fer eftir því hvað er í sjónvarpinu.

Engin ummæli: