sunnudagur, 7. desember 2008

Það snjóaði í dag. Við mæðgur erum búnar að spila fullt af skemmtilegri jólatónlist, skreyta húsið og föndra meiripart dags. Jólaskapið er komið á sinn stað. Nú vantar bara jólatréð.

2 ummæli:

Hanna sagði...

Jibbí - bloggið er komið í gang! Hlakka til að heyra meira og meira og meira....

Nafnlaus sagði...

Það var saumó í gær og þín sárt saknað. Sylvía byrjuð á lopavesti (sem hún þurfti að rekja upp eftir kvölsið en það er önnur saga), Gurrý og Anna voru í framleiðslu á barnabörnin. Gurrý með lopaskokk og Anna með kaðlapeysu.

Ert þú ekki búin að taka upp prjónana af fullum krafti?

Kveðja Solla.