miðvikudagur, 10. desember 2008


Piparkökuhúsin gerast ekki flottari en þetta. Það segja að minnsta kosti dætur mínar. Þær eru afskaplega ánægðar með árangurinn. Mæður hér í Ameríkuhreppi eru svo svakalega heppnar, allt sem til þarf kemur með í pakkanum. Ég þurfti því ekki að láta mér detta í hug með hverju þær ættu að skreyta húsið. Meira að segja bakkinn kom með. Þetta fékkst allt fyrir litlar 1000 kr íslenskar. Það gerist varla betra fyrir ALLA.

1 ummæli:

murta sagði...

Þær mega vera stoltar, það er fullt erfitt að gera svona flott, þó það sé úr pakka!