Það eru víst að koma jól. Mér gengur ekki nógu vel að komast í jólaskap og er það sennilega vegna þess að úti er ekkert jólalegt. Að vísu eru margir búnir að skreyta húsin sín MIKIÐ en úti er bjart á daginn, grasið er ennþá grænt, slatti af lauftrjánum og runnum hér hafa enn ekki misst laufin, það eru 3 gul blóm í blómabeðinu mínu og stjúpurnar í næsta garði eru ekki enn farnar í dvala. Þegar jólaskrauti er svo bætt við þetta allt saman minnir það meira á leiksvið þar sem allt er tínt til svo hægt sé að halda sýningu. Það lítur ekki út fyrir að vera ekta "jóla".
1 ummæli:
Hvaða hvaða! Stingdu nokkrum negulnöglum í mandaríur til að fá ilminn. Svo nottla getur þú bara stráð hveiti yfir blómabeðin til að fá smá "snjóföl". Þetta kemur allt saman en það er örugglega skrýtið að halda jól á nýjum stað í öðru landi. Knús á ykkur Gulla Bó
Skrifa ummæli