Í morgun gekk ég í skólann með Þórkötlu og Dýrleifu - önnur var í sumarkjól, hin í kvartbuxum og stuttermabol. Báðar voru þær berfættar í sandölum. Það er 12. september. Mér finnst þetta súrealískt. Ég veit ekki einu sinni hvar kassinn með húfunum og vettlingunum er. Um daginn þegar hann var rigningarlegur fann ég til regnjakka handa þeim sem ég setti í skólatöskuna. Mér til mikillar undrunar komst ég að því að það er hinn mesti óþarfi í þessu landi. Hér fara börnin ekki út í skólanum ef það rignir.
3 ummæli:
Nei, það virðist vera sem að útlensk rigning sé gerð úr sýru. Ég var svona hálfskömmuð í skólanum hans Lúkasar þegar ég sendi hann þangað í regngalla, ég var að æsa hin börnin upp í eitthvað vesen eins og að vilja að fara út að sulla!
já, ég er til dæmis hætt að láta regnbuxurnar fylgja með. Fóstrurnar vita ekki einu sinni hvað á að gera við þær..... Set bara stígvél og regnkápu eins og hinar mömmurnar gera svo barnið verði ekki fyrir aðkasti!
Já það er nú annað en hér. Hérna förum við aldrei út nema í regnfötum.... Þau þurfa líka að vera vindheld - a.m.k þessa dagana. Semsagt hér er alltaf rok og rigning. Við þurfum ekki að óttast vatnsskort á meðan né að sólbrenna :) Njóttu þess að vera heimavinnandi húsmóðir - berfætt í sandölum með naglalakkaðar tær -skvísa...
Kveðja úr regnlandinu
Skrifa ummæli