fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Stundum er ég pirruð yfir því hvernig hlutirnir virka hérna. Kerfið er undarlegt. Það verður t.d. seint hægt að toppa þetta:

Til að kaupa bíl þurfum við bílpróf frá Conneticut.
Til að taka bílpróf þarf maður að mæta á bíl - má ekki vera bílaleigubíll.

Ég sé t.d. fyrir mér aðstæður þar sem einhver nýr nágranni bankar uppá og segir:

Sæll/sæl
Ég var að flytja í húsið við hliðina - getur þú lánað mér bílinn þinn svo ég komist í bílpróf?

7 ummæli:

Harpa sagði...

Jamm, þetta er greinlega svipað allsstaðar. Í UK getur þú til dæmis ekki opnað bankareikning nema hafa húsnæði og getur síðan ekki leigt þér húsnæði nema hafa bankareikning.....
Ég myndi samt ekki útiloka nágrannana, er ekki alltaf sagt að kaninn sé svo almennilegur? Nágranni okkar á Mílanó og eigandi íbúðarinnar vildi endilega lána okkur bílinn sinn daginn eftir að við fluttum inn. Og þar ertu í mafíulandinu!

Sé annars að það er myndarbragur á þessu hjá ykkur og allt í lukku. Hitt kemur svo bara hægt og rólega.

Luv
Harpa Guðz

Nafnlaus sagði...

Elsku Kristín mín - það er greinilega verið að reyna á þolinmæðisfaktorinn hjá þér - þú verður bara að beita secret á þetta, þú veist þá gengur allt upp :-)... Annars er allt fínt hér. Ég er oft að hugsa til þín og ætla á hverjum degi að græja skypið en nú fer ég að láta verða af þessu. Knús og kram frá okkur, Soffía og co.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð Vigbljúg mín,
Var að horfa á 10 fréttirnar með öðru og hélt að ég væri að horfa á CNN þar sem Sveinn var vind- og veðurbarinn á slóðum Gustavs.. Ég vona að RÚV sé ekki að verða það hard core að fara að senda fréttamenn sína til Íraks eða álíka..! Hafiði það gott öllsömul, mússímúss að hætti Sibbýjar, þín vina Pibbý Bárðar

Nafnlaus sagði...

Prufa fyrir Sylvíu.

Nafnlaus sagði...

Hvað ertu orðin eitthvað feimin Kristín mín heldurðu að nágrannar þínir láni þér ekki bíl

Nafnlaus sagði...

gleymdi kveðjunni Grétar á Eski

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Búin að fá lánaðan bíl Grétar minn. Þarf bara að skella mér í bóklega hlutann fyrst - en er alltof löt að lesa. Mér finnst bara svo leiðinlega að mega ekki vera sjálfstæð og þ.a.l. ekki koma á bílaleigubíl.