laugardagur, 16. ágúst 2008


• Við erum flutt í bæ sem heitir Cos Cob. Hann er í Conneticut.
• Við búum í enda raðhúsi – þrjú svefnherbergi og bílskúr.
• Það tekur Svein um 45 mín að ferðast með lest til Manhattan.
• Við ferðumst fótgangandi, með strætó og lest. Við eigum engan bíl enn sem komið er - okkur vantar social security nr til að kaupa hann.
• Konan sem á húsið sem ég bý í keyrir mig í búðina.
• Við urðum að fara með stelpurnar til læknis í svokallað „physical“ til þess að þær fái að byrja í skóla hér. Þær voru bólusettar fram til fimmtugs (þær voru með allar íslenskar bólusetningar), fóru í blóðprufu og þvagprufu.
• Þetta kostaði 100.000 íslenkar krónur.
• Sjóvá – sem sjúkratryggir okkur – neitar að borga reikninginn. Mig vantar lögfræðing!
• Við þurfum að fara í bílpróf, skriflegt og verklegt. Hér gengur maður í ungdóm á ný. Fyrir utan smávægileg leiðindi þegar þarf að eiga við kerfið hér þá líður okkur mjög vel. Við erum mjög ánægð með húsið okkar og nóg pláss fyrir gesti.
Ívar kom sama dag og við fluttum inn, 5. ágúst. Það er búið að vera notalegt að hafa hann hérna hjá okkur og að hann taki þátt í þessu með okkur frá upphafi.

Við fórum til Manhattan á þriðjudaginn með krakkana sem var frábært. Ívar hefur ekki komið þangað áður þannig að við nutum lífsins í hæga gírnum: fórum í Central Park, fórum rúnt með hestvagni, kíktum í búðir, fórum á Times squere og svo út að borða. Dagurinn er svo fljótur að fara í svona stórborg og nóg að gera. Ívar fer aftur til Íslands á þriðjudaginn. Það verður skrýtið að hafa hann ekki hér hjá okkur.

Síðasta laugardag héldum við innflutningsboð fyrir alla sem við þekkjum hér. Lína og Sigtryggur komu, foreldrar Línu – Dadda og Dúddi en hann er 91 árs og hinn sprækasti, og fólkið sem býr í næsta húsi við Línu og Sigtrygg – Daisy, Cedo og krakkarnir þeirra. Þetta var frábært boð – það er svo gaman að fá fólk í heimsókn.

Bara eins og á Íslandi:
Þegar við komun til USA fórum við til Brewster til Línu og Sigtryggs. Í næsta húsi við þau búa Daisy og Cedo sem við kynntumst ágætlega. Cedo er málari frá Serbíu. Við Sveinn skoðuðum hús út um allt og fyrir rest fundum við húsið okkar hérna í Cos Cob. Svo skemmtilega vildi til að maðurinn sem á húsið er líka frá Serbíu og líka málari. Við sögðum Cedo frá þessari skemmtilegu tilviljun næst þegar við hittum hann. Við segjum honum hvað maðurinn heitir og hann fer að hlæja og segir – þetta er frændi minn. Hann og mamma eru systkinabörn. Þvílík tilviljun – því við erum 50 mínútum sunnar en þar sem Cedo býr og í öðru fylki en þar er eins og við séum á Selfossi að spyrja um einhvern á Hellu.

Nóg af kjaftagangi í bili – ég er að fara á röltið með Sveini að skoða bíla. Það er Toyota umboð í göngufjarlæð.

Símanúmerið okkar og heimilisfangið okkar er neðar á síðunni, vinstra megin.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Íslensk-Ameríska fjölskylda. Við komum heim á Eski i gær eftir sumarfri og góða daga á Ítalíu. Við höfum verið að hugsa til ykkar og gátum loks skoðað síðuna eftir að við komum heim, lítið um tölvur á Ítaly, en hvað um það. Það var gaman hjá okkur og veðrið frábært. Við fórum í dagsferð til Sloveníu og svo náttúrulega til Feneyja. Setjum einhverjar mynddri inn á síðu sjórans, annars hafa allir það gott hér og við vorum glöð að sjá að þið hafið pláss fyrir gesti, því að við ætlum sko að koma!!!! Verðum að fara að spá í að virkja msn og vera í bandi þar.
Biðjum kærlega að heilsa öllum í USA. Bestu kveðjur frá litla Íslandi. Anna, Grétar og boys.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Gaman að heyra að þið höfðuð það gott á Ítalíu. Hlakka til að fá ykkur í heimsókn en þangað til þá verðið þið líka að fá ykkur skype -sem er algjör snilld - það er hægt að hringja úr skype í síma, skrifa eins og á msn og tala saman líka. Kv. Kristín

Nafnlaus sagði...

Hellú essgurnar mínar! Mikið er ég fegin að þið eruð komin með þak yfir höfuðið. Já það getur verið gaman að slást við kerfið sérstaklega í USA, en þá kunnum við bara ennþá betur við Íslenska skrifræðið ;) Tíminn verður örugglega fljótur að líða þar sem svo margt og spennandi er framundan. Vona að það gangi vel hjá ykkur og ég veit að það á bara eftir að ganga best. . . þið eruð svo klár og dugleg. Knús og kram frá mér til ykkar allra. . . Gulla Bó

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með húsið. Gott að vita að það er nóg pláss fyrir gesti þegar saumó gerir innrás!!!

Kveðja Solla.

Nafnlaus sagði...

Hæ kæra fjölskylda. Gaman að heyra að allt gengur vel. Ég varð rosa glöð að heyra í Sveini í fréttunum í gærmorgun, þá var alla vega allt í góðu gengi :O). Leiðinlegt að missa af kveðjupartýinu á Linnetsstígnum. Hlakka til að fylgjast áfram með hvernig lífið gengur í Ameríku. Knús á ykkur öll. Soffía.

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt gengur vel og þið komin með heimili.
Heyri í Sveini með jöfnu millibili á -Rúv-og hugsa þá til ykkar allra.
Held að ranabjöllurnar séu betri gestir en þeir smáu sem þú hefur haft. Rósin lifir enn. Ætla að halda í henni lífinu þar til þið komið til baka. Sakna góðra nágranna. Kv. GÞ