Það er tæplega 34 stiga hiti hérna hjá okkur og rúmlega 50% raki. Við ákváðum að taka okkur frí frá "rúntinum" í dag og skoða fasteignir í boði í tölvunni í staðinn. Stelpurnar verða að fá frí frá því að sitja í bíl í 6 tíma á dag, allavega annað slagið. Þær voru búnar á því eftir þriggja daga rúnt svo að úr varð frí. Þeim leiðist ekki í augnablikinu því að í næsta húsi búa systkini á sama aldri og þær, þau Marina og Marco. Þau eru öll fjögur í sundlauginni akkúrat núna að skemmta sér.
Við erum búin aðskoða nokkra bæi í klukkutíma radíus frá Manhattan og líst okkur vel á suma en ekki aðra. Á morgun ætlum við til Rye að skoða húsnæði. Á mánudaginn skoðum við hús í Greenwich, Cos Cob og Old Greenwich sem eru bæir í Connetticut. Það virðist aðeins meira að fá fyrir peninginn í CT en NY.

6 ummæli:
Gott og gaman að geta fylgst með ykkur á veraldarvefnum elskurnar mínar! Gangi ykkur best í öllu þessu nýja sem er framundan. Knús og kossar Gulla Bó
Sæl Vigbljúg mín, jahér þið eruð bara flutt. Ég treysti því að þú náir nú góðum Revu Shayne töktum þarna ytra ;-) Bið að heilsa og gangi ykkur vel! kv. Pibbý
Hæ hæ
gaman að geta fylgst með genginu hjá ykkur þarna í Ameríkunni.
Gangi ykkur vel að finna húsnæði við hæfi..
Knús og kveðjur
Sylvía
Hæ elsku Kristín og Sveinn
Ég fylgist spennt með hvernig ykkur gengur og verð svo fljótlega í sambandi. Mér finnst svo ótrúlegt að þetta sé orðið að veruleika :-). Knús og kram frá mér og mínum, Soffía.
Heil og sæl ameríkufólkið. Gaman að fá fréttir af ykkur. Njótið þess að flækjast um og kynnast öllu þessu nýja. Bestu kveðjur úr Garðabænum, Ólöf og Einar
Kæra fjölskylda
Ég vona að allt gangi vel og að þið séuð búin að finna húsnæði! Hugsa til ykkar og óska ykkur alls hins best.
kær kveðja
Kristbjörg
Skrifa ummæli