Framkvæmdirnar hjá okkur ganga ekki nógu hratt að mínu mati. Ég er enn að mála loftið í svefnherberginu okkar sem er ekki nógu gott því ég ætlaði að vera búin með herbergið hans Ívars og ganginn núna á föstudaginn. Frekar bjartsýn kona!!
Ég tel niður vikurnar þangað til ég hætti að vinna - þá get ég málað í friði og svo hlakka ég bara til að flytja til BNA. Myndir úr ferðinni okkar í febrúar eru inni á Flickrinu fyrir þá sem hafa áhuga.
4 ummæli:
Samkvæmt mínu dagatali á húsmóðirin á Linnetz afmæli í dag. Innilega til lukku með daginn Stína og ég vona að þú eyðir honum í eitthvað gagnlegra en málningarvinnu!
Luv frá UK
Harpa og co.
Það er akkúrat það sama og mitt dagatal segir til um. Svo að ég sendi hamingjuóskir í tilefni dagsins úr sólinni í Nærum.
Vona að dagurinn verði ánægjulegur!
Kys og knus
Hanna og familie.
Takk fyrir kveðjuna stúlkur. Dagurinn var hinn ágætasti. Ég var á þingi KÍ fyrri part dags, kom svo heim og þá var fjölskyldan búin að undirbúa afmæliskaffi handa mér. Að því loknu lagði ég mig - ellin er strax farin að segja til sín! Í gærkvöldi fór ég svo til Soffíu vinkonu minnar í svaka fínt matarboð. Þetta var hittingur hjá okkur vinkonunum úr Kennó sem skiptumst á að halda matarboð. Maturinn var æði. Soffía og Jón Ingi eru svo góðir kokkar og ekki þótti mér leiðinlegt að láta þau elda fyrir mig í tilefni dagsins (þó að það hafi auðvitað ekki verið þannig). Ég kom svo heim um þrjúleitið eins og sönnu afmælisbarni sæmir.
Heyrðu gamla, hvaða email ertu með núna þar sem mér skilst að þú sért að hætta í skólanum?
Luv Harpa Guðz
Skrifa ummæli