Já, þær fundu páskaeggin sín dömurnar á Linnetz. Þær voru himinlifandi. Ívar var ekkert óánægður með sitt heldur. Það er nú ekkert leiðinlegt að byrja daginn á súkkulaði.
Annars er það af okkur að frétta að við erum farin að undirbúa húsið fyrir leigjendur. Nú er verið að laga baðherbergið, lakka glugga o.fl. - þetta sem hefur setið á hakanum í nokkur ár. Fyndið að þegar maður flytur er þetta allt lagað. Við gerum ráð fyrir að flytja út um miðjan júlí og erum vonandi komin með leigjendur þó ekkert sé undirskrifað enn.
2 ummæli:
http://www.egelskautlond.com/newyork/ eg fann thessa sidu handa ter.
Skemmtileg síða - takk fyrir að senda mér hana Svava mín. Gaman að lesa um allt þetta "dót" og vita að eftir nokkra nokkra mánuði geti ég prófað það sem mér finnst spennandi, jibbíiiiiii
Skrifa ummæli