þriðjudagur, 10. júní 2008

Netfang o.fl.

Jæja, það líður brátt að brottför til USA. Við erum búin að leigja húsið en ekki búin að finna okkur íbúð en það er minn allra minnsti hausverkur þessa dagana. Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja í öllu þessu flutningsferli. Það eru svo margir lausir endar en hann Sveinn minn tekur þetta á jákvæðninni - hann er svo skipulagður.

Harpa Guðz var að spyrja um nýtt netfang. Ég verð ennþá með gamla netfangið minn (Sjálandsskóla netfangið, kristing@sjalandsskoli.is) fyrsta árið þar sem ég tek árs leyfi fyrst um sinn. Ég er líka með kristin.gudbrands@gmail.com og svo virkar líka gamla góða kgb@mi.is Sennilega ætti ég að venja mig á að nota gmail þar sem ég þarf að æfa mig í nýju póstforriti.

Annars erum við bara hress og kát og aðeins byrjuð að pakka. Ég verð sennilega ekki virkur bloggari fyrr en ég fer af landi brott en þá geri ég ráð fyrir að verða VELVIRK - sem er á ofvirkni rófinu.

3 ummæli:

Harpa sagði...

Takk fyrir netfangið, ég mun senda þér á gmailið því mér finnst gott að nota það sjálf.
Annars get ég líka sent þér excelskjalið sem ég notaði þegar við fluttum til ítalíu (og ég endurnýtti þegar við fluttum til UK). Einhver sagði mér nefnilega að númera kassana og eiga lista með hvað væri í hvaða kassanúmeri (gott ef þetta týnist og þarf að fara í tryggingar). Þetta reyndist hin mesta snilld og tekið var uppúr kössum eftir númerum.....

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Exelskjalið er vel þegið - núna þegar ég er að byrja að tína út úr skápum og hrúgum sem safnast hafa víðs vegar um kjallarann.

Unknown sagði...

Mæli með svona listum. Við Hanna vorum reyndar með gamla móðinn: skrifað á blöð. En að hafa númer með herbergislýsingu og stuttri innihaldslýsingu er mjög tímasparandi. Bogi hélt reyndar að ég væri klikk þegar ég límdi þetta upp á spegilinn í andyri fyrstu íbúðarinnar í Danmörku. Þar var kerfið að þegar kassinn kom inn átti að fletta upp númerinu, sjá tegund (herbergi) og setja í réttan haug. Þetta svínvirkaði og sparaði kassaburð stórlega...