Jahá, mín bara búin að prófa þetta fræga Flickr. Valdi þessa sætu mynd af Systrunum Sveins svona til að prufukeyra prógrammið. Veit ekki hvort þetta er lausnin á mínum myndamálum en ég get allavega valið fleiri möguleika en í blogger. Það er líka hægt að hafa tengingu beint inn á myndasafnið sitt en ég er ekki búin að finna út hvernig ég flokka myndirnar þar. Svo kann ég líka að búa til borða sem minnir á flísar. Sá einhver annar en Harpa Guðfinns þá snilld hjá mér í gær?
Svava Rán ég er nú þegar komin með nokkrar lausnir sem þú getur nýtt þér þegar þú birtir myndir. Sýni þér og segi frá þegar þú kemur heim um jólin.

1 ummæli:
Flott mynd. En nei, við komum ekki til Íslands um jólin. Get bara ekki sleppt því að fara með löndum mínum á pöbbinn á aðfangadagskvöld og hef því ákveðið að eyða jólum meðal breskra!
Verst að ég held að það sé ekki hverfispöbb í hverfinu mínu......
Skrifa ummæli