Loksins er ég komin með nýja tölvu og get byrjað að blogga á ný. Ég nennti bara ekki að standa í því þegar ég gat fengið tölvuna hans Sveins að láni á kvöldin. Þá á ég nefnilega stefnumót við sjónvarpstækið og svo er ég á námskeiði tvö kvöld í viku. Nú sé ég fram á góða tíma með nýju vinkonu minni.
6 ummæli:
Gott að sjá að þú ert aftur komin til skrifta.
Nákvæmlega!
Hvað ertu að læra á námskeiðinu?
Kveðja, Solla.
Ég er að læra stafræna ljósmyndun. Við lærum bæði tækni við myndatöku og svo að vinna í Photoshop.
Meira sem ég er ánægð með að þú hafir fengið nýja tölvu og sért þannig dugleg að blogga....
Annars þurfum við að heyrast fljótlega. Er skype ekki málið?? Sendu mér email hvenær þú ert laus....
Til lukku með daginn gamla! Og takk fyrir spjallið um daginn ;-)
Skrifa ummæli