sunnudagur, 1. febrúar 2009

Í grein í New York Times í dag talar Thomas L. Friedman um efnahagsástandið í heiminum. Hann virðist vera staddur í Davos í Sviss þar sem stjórnmálamenn og auðmenn eins og Björgólfur Thor koma reglulega saman til að ræða strauma og stefnur í heimsmálunum. Friedman talar um að það sé ekki til nein töfralausn á efnahagskreppunni í heiminum en Kaninn virðist halda að kreppunni ljúki á næstu dögum. Hann talar einnig um bankahrunið á Íslandi og stjórnarhrunið í kjölfarið, og veltir því fyrir sér hvort kreppan eigi eftir að valda upplausn í stjórnmálum á fleiri stöðum. Í framhaldinu vitnar Friedman í brandara sem gengur manna á milli í Davos:

"What is the capital of Iceland? Answer: $25"

Þetta finnst mér góður brandari.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já hann er góður þessi.

Annars er allt frábært hér á Íslandi sérstaklega að fylgst með Sjálfstæðisflokknum vera í stjórnarandstöðu!! Margir í þeim flokki eru svo tapsárir og kunna ekki að fela það, ganga um allt með mega fýlusvip.

Mér finnst að margt mætti vera öðruvísi og vonandi breytist eitthvað þegar það verður kosið í vor. Samt held ég að við séum heppin að vera hér á landi.

Maður opnar ekki fyrir útvarpið eða kíkir í blað að ekki sé verið að fara yfir sparnaðar ráð, hvernig megi drýgja mat og spara,spara,spara. Svo sem alveg komin tími til að gera það.

Ég er komin með nóg af flensu og umgangspestum sem eru búnar að vera að hrella alla og allt síðan í haust. Væri alveg til í að fá smá vor takk.

Þetta með snjóinn og frí í skólum hefur það kannski eitthvað með skólabílana að gera að þeir séu ekki nógu vel útbúnir. Hef heyrt þá skýringu einhverntíman en sel það ekki dýrara.

Var að senda þér póst á mi.is og fékk hann til baka því það er ekki nóg pláss er ég að klikka á einhverju. Varstu með annað meil?

Bið að heilsa, kv. Solla.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Já Solla mín ég er með annað netfang: kristin.gudbrands@gmail.com
Þú getur nálgast allar upplýsingar um hvar okkur er að finna - neðarlega, vinstra megin á bloggsíðunni. Dálkurinn heitir: "Hvar erum við?" og er fyrir neðan "Vinir um víða veröld".
En talandi um flensur þá vorum við hjónin einmitt að ræða það hvað stelpurnar hafi verið hressar í vetur - ein tveggja daga kvef og hitapest á hvora dömu í nóvember - and that´s it. Þú verður bara að koma með drengina þína í heimsókn Solla mín og þá hressist þið öll. Það er laust raðhús til leigu við hliðina á mér. Gæti ekki verið betra.

Nafnlaus sagði...

Ok er á leiðinni!!!

Sem sagt hljómar ekki illa ;) En held það verði að bíða betri tíma, væri samt til í það...

Kv. Solla.