þriðjudagur, 13. janúar 2009

Í fyrsta skipti síðan ég flutti að heiman er ég með bílskúr, og elska hreinlega elska bílskúrinn minn. Kannski ekki á sama hátt og Svein en elska hann engu að síður. Í sumar og haust fyllti ég hann af drasli sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við. Núna bakka ég bílnum mínum út á morgnana, þarf ekkert að skafa, fara út í kuldann eða neitt. Þetta er sönn ást!

3 ummæli:

murta sagði...

Ég hef oft fallið fyrir svona hlutum sem ég vissi ekki að mig vantaði fyrr en ég eignaðist. T.d. fartölvan mín. Ég elska hana. Út af lífinu. Eiginlega jafn mikið og Dave. Næstum.

Harpa sagði...

jamm, sannast enn og aftur að við erum material girls! Minn draumur er að getað keyrt bílinn inn í bílskúr og labbað svo inn í húsið án þess að þurfa að fara út....

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Já, Harpa mín - það er algjör dauuuumur!!