mánudagur, 1. desember 2008

Mér hafa borist beiðnir um að blogga meira eða allavega kýs ég að túlka það þannig. Þetta voru reyndar kvartanir yfir bloggleti minni og hér með skal úr því bætt. Stutt ágrip:
Ólöf, Einar og Oddný Helga komu í 5 daga heimsókn. Við fórum saman í siglingu framhjá Frelsisstyttunni og svo inn á Ellis Island, í Outlet Mall en svo léku þau sér á Manhattan hina dagana. Ég sakna þess ennþá að þau komi ekki heim á kvöldin því það er eitthvað svo kósý að sitja og kjafta um daginn og veginn.

Við hjónin fórum bæði í bílpróf og náðum. Sveinn byrjaði sitt próf á því að skulta prófdómaranum sínum á SUBWAY svo hann gæti keypt sér hádegismat. Minn prófdómari var fúll og argur og lét mig alltaf beygja til hægri. Ég hef komist að því að þó svo skírteinin kosti ekki mikið þá er þetta hið mesta peningaplokk þar sem við fengum ekki að sýna hvað í okkur býr - með því t.d. að bakka í stæði því að ég æfði mig í 2 klukkutíma daginn fyrir próf. Svo fékk ég ekki að sýna hvað ég var orðin klár.

Við keyptum okkur bíl og rúntum nú um Ameríkuhrepp með niðurskrúfaðar rúður og spilum hátt svona eins og Stebbi og Jói Hauks gerðu í Þorló forðum daga. Drossían er hvítur Mitsubishi Galant árgerð 2001. Svona agalega fínn og góður bíll.

Dýrleif átti 7 ára afmæli þann 25. nóvember og kvartaði mikið yfir því hvað það væri mikið svindl að Þórkatla fengi stærra fjölskylduafmæli en hún þetta árið. Hún hefur sjálfsagt verið að hugsa um viðskiptahlutann: pakkana. En tannlausa dívan (það vantar í hana 4 tennur í efri góm) fékk góða gesti í heimsókn í tilefni dagsins, þau feðgin Gígju og Baldur. Gígja er gamla nágrannakonan okkar frá Bræðraborgarstíg, listakonan sem málaði allar flottu myndirnar mínar. Það var æðislegt að hitta þau þó það væri bara í einn dag að þessu sinni.

Um síðustu helgi var Thanksgiving. Við skruppum í heimsókn til ættingja minna í New Jersey og dvöldum þar í góðu yfirlæti í 4 daga. Við lögðu snemma af stað heim á laugardaginn og ætluðum sko aldeilis að vera á undan traffíkinni. Lentum svo í henni miðri þegar við vorum nánast komin heim þannig að það tók okkur tæpa tvo tíma að ferðast 5 km spöl við og yfir Tappan Zee brúnna sem er ekki langt frá heimabæ okkar.

Ívar Elí er 16 ára í dag. Hann kemur til okkar þann 19. desember og verður í hálfan mánuð. Hér bíð allir spenntir eftir að hann komi aftur til okkar. Nú verður hægt að fara með hann á rúntinn...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með öll afmælin ;) Vona að það verið ekki mikil breyting á ykkar högum eftir uppsagnir hjá RÚV ohf. Vona að þig hafið það best luv Gulla Bó

murta sagði...

Endilega halda uppi skriftum, það er nauðsynlegt að fylgjast með ykkur.

Nafnlaus sagði...

Sammála, endilega skrifa meira. Til hamingju með afmælin. Gaman að heyra sögur frá Ameríku og fylgjast með ykkur.
Kærar kveðjur, Soffía og Reynir

Harpa sagði...

Sammála síðustu ræðumönnum. Manni þyrsti orðið í fréttir af ykkur. Til lukku með afmælin og hafið það gott yfir hátíðarnar kæru vinir!

Nafnlaus sagði...

Googlaði og fann ykkur. Gott hjá mér. Takk fyrir síðast, það var gaman að koma til ykkar og sjá hvernig þið búið. Kysstu stelpunar frá mér og til hamingju með afmælið Dýrleif Birna !!
Kveðja frá Hellu
Íris Björk

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Krístín.


Ég vann með þér í Sjálandsskóla fyrsta veturinn.

Gaman að rekast á bloggið þitt.
Ég á eftir að lesa bloggið þitt oft núna.

Ég er líka með síðu hún er
www.123.is/lina
það er likilorð þar inn ég sendi það ef að þú biður um það.

Kvaðja María Gísladóttir.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Íris - gott þú fannst mig á googlinu ég er nefnilega búin að týna netfanginu þínu. Nennirðu að senda mér það á kristin.gudbrands@gmail.com

María - frábært að heyra frá þér. Ég kíki líka á bloggið þitt.

Gaman að fá svona fín viðbrögð allir saman - nú hef ég enga afsökun legnur, verð að blogga.

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá fréttir af ykkur!

Til hamingju með öll afmælin ;)

Solla.