mánudagur, 22. september 2008
Í veðurféttum í síðustu viku var stöðugt minnst á að nú væri sumarið brátt á enda og að haustið kæmi á mánudaginn. Í barnaskap mínum hélt ég að þetta væri einhver dagur svona eins og "Sumardagurinn fyrsti" á Íslandi. Svo í morgun sagði veðurféttamaðurinn að haustið kæmi á eftir, á tólfta tímanum. Ljóskan í mér brann nærri því yfir - ég fór að velta fyrir mér hvort það væri flutt á milli heimsálfa með flugvél og hvar það væri geymt þess á milli. Núna seinnipartinn var þetta tímasett nákvæmlega. Fréttamaðurinn sagði: Haustið kom kl. 11:44 í dag. Hann gæti nú verið aðeins nákvæmari!! Ég hef hins vegar ekki tekið eftir neinum breytingum. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?
4 ummæli:
Ég velti fyrir mér hvort málið sé að maður kveiki á hitanum á þessum ákveðna degi? Sama hvort það sé búið að vera frost áður eða sé enn 25 stiga hiti?
Heldurðu að það sé málið?
Nú ætla ég að vera besserwisser. Ekki í fyrsta sinn!
Þann 22. september voru jafndægur að hausti og tíminn 2008 er 15:44 GMT (sem gæti passað við 11:44 hjá ykkur) Tíminn er þegar sólin fer yfir miðbaug jarðar á árlegum ferli sínum. Árstíðin haust hefst á jafndægrum og lýkur á vetrarsólstöðum, eða 21. desember kl 12:04 GMT og þá hefst vetur sem stendur til jafndægra á vori (20. mars kl 11:44 GMT). Þá er komið vor sem svo lýkur á sumarsólstöðum 21. júní kl 5:45 og stendur sumar fram að jafndægrum að hausti sem 2009 mun vera kl. 21:18 GMT (heimild http://en.wikipedia.org/wiki/Equinox )
Íslendingar hafa reyndar farið aðra leið og vilja byrja sumarið mun fyrr en það er nátturulega bara eitthvað bull.
Bestu kveðjur
Sveinn Kári
Hæ hæ Kristín mín
Ég hef verið að senda þér tölvupóst að undanförnu - ertu ekki örugglega með gmailið virkt?
Bestu kveðjur, Soffía
Soffía mín
Gmail virkar vel en ég hef engan tölvupóst fengið frá þér upp á síðkastið. Netfangið er: kristin.gudbrands@gmail.com
Get ekki beðið eftir að fá bréf.
Stína fína
Skrifa ummæli