Það er tæplega 34 stiga hiti hérna hjá okkur og rúmlega 50% raki. Við ákváðum að taka okkur frí frá "rúntinum" í dag og skoða fasteignir í boði í tölvunni í staðinn. Stelpurnar verða að fá frí frá því að sitja í bíl í 6 tíma á dag, allavega annað slagið. Þær voru búnar á því eftir þriggja daga rúnt svo að úr varð frí. Þeim leiðist ekki í augnablikinu því að í næsta húsi búa systkini á sama aldri og þær, þau Marina og Marco. Þau eru öll fjögur í sundlauginni akkúrat núna að skemmta sér.
Við erum búin aðskoða nokkra bæi í klukkutíma radíus frá Manhattan og líst okkur vel á suma en ekki aðra. Á morgun ætlum við til Rye að skoða húsnæði. Á mánudaginn skoðum við hús í Greenwich, Cos Cob og Old Greenwich sem eru bæir í Connetticut. Það virðist aðeins meira að fá fyrir peninginn í CT en NY.
föstudagur, 18. júlí 2008
fimmtudagur, 17. júlí 2008
Jæja, þá er komin smá reynsla á lífið í Bandaríkjunum. Við mættum á svæðið í kringum kvöldmat á mánudagskvöldið. Afgreiðslan í tollinum tók u.þ.b. 2 klukkutíma og svo var haldið af stað til Brewster þar sem við búum næstu vikurnar hjá Sigtryggi og Línu sem eru alveg einstök hjón. Stelpurnar elska að vera hérna, geta hlaupið um allt, hér eru kanínur, íkornar og dádýr á vappi. Þetta er eins og í bíómynd.
Þar sem ástandið á húsnæði í nágrenni við NY er fjölbreytt tókum við þann pól í hæðina að skoða fleiri bæi en bara Rye - svona fyrir aukið úrval. Við fórum því á rúntinn seinnipartinn á þriðjudag til að líta í kringum okkur. Í gær skoðuðum við svo bæinn Pleasantville - sem er afar huggulegur lítill bær og ekki spillir nafnið. Það væri svolítið flott að búa á Main Street, Pleasantville. Ég er svo mikil umbúðakona. Við skoðuðum tvö hús þar og OOJJJJJ. Viðbjóðsleg lykt, eldgömul og hálf ónýt hús en samt kostar yfir 2500 dollara að leigja þau á mánuði. Algjör bilun að mínu mati. Fasteignamiðlarinn ætlar að skoða meira fyrir okkur í nágrenninu svo við förum aftur á þessar slóðir síðar.
Í dag er stefnan sett á Greenwitch í Conneticut sem innan við klukkutíma frá Manhattan og kíkja aftur til Rye og nágrenni. Spennandi að sjá hvað við höfum upp úr þeirri ferð. Það eru nokkrar nýjar myndir inni á Flickr síðunni (smellið bara á lógóið hér til hægri). Ef einhvern langar að spjalla þá eru símarnir okkar hér fyrir neðan.
Heimasími hjá Sigtryggi og Línu: 001-845-278-7448
Gemsinn okkar: 001-203-297-4040
Þar sem ástandið á húsnæði í nágrenni við NY er fjölbreytt tókum við þann pól í hæðina að skoða fleiri bæi en bara Rye - svona fyrir aukið úrval. Við fórum því á rúntinn seinnipartinn á þriðjudag til að líta í kringum okkur. Í gær skoðuðum við svo bæinn Pleasantville - sem er afar huggulegur lítill bær og ekki spillir nafnið. Það væri svolítið flott að búa á Main Street, Pleasantville. Ég er svo mikil umbúðakona. Við skoðuðum tvö hús þar og OOJJJJJ. Viðbjóðsleg lykt, eldgömul og hálf ónýt hús en samt kostar yfir 2500 dollara að leigja þau á mánuði. Algjör bilun að mínu mati. Fasteignamiðlarinn ætlar að skoða meira fyrir okkur í nágrenninu svo við förum aftur á þessar slóðir síðar.
Í dag er stefnan sett á Greenwitch í Conneticut sem innan við klukkutíma frá Manhattan og kíkja aftur til Rye og nágrenni. Spennandi að sjá hvað við höfum upp úr þeirri ferð. Það eru nokkrar nýjar myndir inni á Flickr síðunni (smellið bara á lógóið hér til hægri). Ef einhvern langar að spjalla þá eru símarnir okkar hér fyrir neðan.
Heimasími hjá Sigtryggi og Línu: 001-845-278-7448
Gemsinn okkar: 001-203-297-4040
föstudagur, 4. júlí 2008
Nýja heimilið mitt
Raunveruleikinn beint í andlitið. Gámurinn er kominn og við getum farið að bera búslóðina út úr húsinu. Það er undarleg tilfinning að tæma húsið sitt en framundan eru spennandi tímar.


