Já, þær fundu páskaeggin sín dömurnar á Linnetz. Þær voru himinlifandi. Ívar var ekkert óánægður með sitt heldur. Það er nú ekkert leiðinlegt að byrja daginn á súkkulaði.
Annars er það af okkur að frétta að við erum farin að undirbúa húsið fyrir leigjendur. Nú er verið að laga baðherbergið, lakka glugga o.fl. - þetta sem hefur setið á hakanum í nokkur ár. Fyndið að þegar maður flytur er þetta allt lagað. Við gerum ráð fyrir að flytja út um miðjan júlí og erum vonandi komin með leigjendur þó ekkert sé undirskrifað enn.
sunnudagur, 23. mars 2008
þriðjudagur, 4. mars 2008
Linnetzgengið er í fullu fjöri
Já, við á Linnetz erum enn hér, jólin loksins búin og nóg að gera. Í rauninni er enginn tími til að blogga þegar maður er kominn á ról á ný. Frúin losnaði við gifsið fyrir 7 vikum.
Við fórum til New York í byrjun febrúar til að skoða aðstæður. Borgin er náttúrulega bara frábær - en barnvæn er hún ekki. Við skoðuðum skóla fyrir stelpurnar á nokkrum stöðum, í New Jersey, Brooklyn og bæ sem heitir Rye, en meira um það síðar.
Við fórum til New York í byrjun febrúar til að skoða aðstæður. Borgin er náttúrulega bara frábær - en barnvæn er hún ekki. Við skoðuðum skóla fyrir stelpurnar á nokkrum stöðum, í New Jersey, Brooklyn og bæ sem heitir Rye, en meira um það síðar.
