Jæja, það líður brátt að brottför til USA. Við erum búin að leigja húsið en ekki búin að finna okkur íbúð en það er minn allra minnsti hausverkur þessa dagana. Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja í öllu þessu flutningsferli. Það eru svo margir lausir endar en hann Sveinn minn tekur þetta á jákvæðninni - hann er svo skipulagður.
Harpa Guðz var að spyrja um nýtt netfang. Ég verð ennþá með gamla netfangið minn (Sjálandsskóla netfangið, kristing@sjalandsskoli.is) fyrsta árið þar sem ég tek árs leyfi fyrst um sinn. Ég er líka með kristin.gudbrands@gmail.com og svo virkar líka gamla góða kgb@mi.is Sennilega ætti ég að venja mig á að nota gmail þar sem ég þarf að æfa mig í nýju póstforriti.
Annars erum við bara hress og kát og aðeins byrjuð að pakka. Ég verð sennilega ekki virkur bloggari fyrr en ég fer af landi brott en þá geri ég ráð fyrir að verða VELVIRK - sem er á ofvirkni rófinu.